news

Föstudagsfrétt

25. 10. 2019

Í vikunni höfum við verið að læra hljóðið Vv með Lubba, þá höfum við sungið V lagið í Lubba bókinni okkar góðu alla daga ásamt því að lesa söguna. Við höfum einnig skoðað orð í umhverfinu okkar sem byrja á v og rætt þau.

Á þriðjudaginn fór hópur af Lóu og Spóa í heimsókn til Geo Silica í tengslum við Eco Tweet verkefnið okkar. En þemað í þessum mánuði er jarðfræði og í því felst meðal annars að heimsækja sérfræðinga sem vinna við jarðfræði. Það lá því beinast við að kíkja í fyrirtæki sem staðsett er í heimabyggð. Heimsóknin var mjög fróðleg og lærðu allir mikið í ferðinni.

En áfram tengt jarðfræði þá höfum við verið að búa til tröll úr steinum sem við höfum fundið í umvherfinu í kringum leikskólann ásamt því að syngja lög um tröll og ræða aðeins um tröllin.

Á föstudagin héldum við upp á Alþjóðlega bangsadaginn og fengu allir að koma með bangsa með sér í leikskólann. Við fórum öll saman í hreyfisalinn og héldum smá dansiball með böngsunum. Krakkarnir á Kríu komu svo til okkar í söngstund og lögðum við þá áherslu á lög sem fjölluðu um bangsa.

Takk fyrir vikuna!


© 2016 - Karellen