news

Föstudagsfréttir

10. 01. 2020

Gleðilegt nýtt ár!

Þá er allt leikskólastarf komið í sinn vana gang eftir hátíðarnar. Lubbi hefur verið að kenna okkur allt um stafinn Ss. Hann er samhljóði og tekur félagann sinn e með sér þegar hann segir nafnið sitt. Nokkur börn á deildinni eiga starfinn og svo eru nokkur skemmtileg orð sem byrja á S, eins og Snædís, Sara, sólgleraugu, súkkulaðiís, Stykkishólmur og skemmtilegur.

Hópastarfið er einnig hafið, eldri hóparnir hafa verið að vinna í stærðfræðiheftinu Í talnalandi með henni Ingu. Yngri börnin hafa verið í allskonar föndri og málörvun með Guðríði. Einnig hafa allir hópar farið í YAP til hennar Ástu Kötu.

Innivera hefur einkennt þessa viku vegna lægða sem ganga yfir landið og hafa börnin brasað ýmislegt inni. Björk hefur hafið undirbúning fyrir mikið gólfsumar og hefur tekið börnin í SNAG á göngum skólans.

Við viljum einnig minna ykkur á að alltaf er gott og nánast nauðsinlegt að hafa bæði regnföt og kuldagalla í hólfum barnanna. Ásamt góðum flís eða ullarfatnaði, húfu, vettlingum og ullarsokkum, stígvél og kuldaskór. Eins og flest ykkar vita er veðrið hér á landi síbreytilegt og því gott að hafa bæði til þess að velja úr svo að börnin geti notið þess að vera úti.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen