news

Föstudagsfrétt

15. 12. 2023

Komiði sæl. Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur hljóðið Ss sem er samhljóði.

Vikan okkar hefur verið mjög róleg og notaleg og mikið af innileikjum vegna veðurs.

Á mánudaginn byrjuðu íslensku jólasveinarnir að týnast niður af fjöllunum, einn á hverju kvöldi fram að 24. des.

Í dag, föstudag, vorum við kennararnir á Spóa með litla jólaleiksýningu í hreyfisalnum fyrir krakkana og hina kennarana á leikskólanum. Sýningin var leiklesin saga "Snuðra og Tuðra í jólaskapi". Og síðan var foreldrum boðið að koma klukkan 15:00 til að fá sér heitt kakó og piparkökur með börnunum.

Við viljum minni foreldra á að fara yfir fötin þeirra, hafa að minnsta kosti tvennt af öllu. Þar sem veðrið á þessum árstíma er mjög óútreiknanlegt er betra að hafa nóg af öllu til skiptana.

Takk fyrir vikuna og hafið það gott um helgina.

© 2016 - Karellen