Gjaldskrá er hægt að sjá á heimasíðu Reykjanesbæjar á www.reykjanesbaer.is


Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að lögheimili barnsins og föst búseta sé í Reykjanesbæ og að foreldrar barnsins séu ekki í vanskilum vegna leikskólagjalda. Hægt er að sækja um skólavist ef til stendur að flytja í Reykjanesbæ.


Þeir sem eiga rétt á að njóta fríðinda, sem felst í lægra leikskólagjaldi eru:

  • einstæðir foreldrar
  • námsmenn, þegar annað foreldri er í fullu dagnámi
  • foreldrar barna sem lokið hafa töku fæðingarorlofs við 9 mánaða aldur barns.


Við upphaf leikskólagöngu verða foreldrar sem njóta þessara fríðinda að sækja um þau inn á Mitt Reykjanes og staðfesta með tilskyldum gögnum.
Með því að skrifa undir þá umsókn, skuldbindur umsækjandi sig til að gera viðvart ef persónulegir hagir breytast þannig að réttur til fríðinda fellur niður.

Vakni rökstuddur grunur um að fyrri forsendur fríðinda séu ekki lengur til staðar mun leikskólafulltrúi senda foreldri tilkynningu um að gjald verði hækkað um næstu mánaðamót þar á eftir. Foreldri fær 10 daga frest til að koma athugasemdum á framfæri telji það breytinguna ranga.
Ef upp kemur ágreiningur er málinu vísað til fræðslustjóra.
Umsókn þessa skal endurnýja hjá leikskólafulltrúa fyrir hvert skólaár sem er frá 1. september til 31. ágúst fyrir 15. ágúst ár hvert.

Gögn sem verða að fylgja umsókn:
a) Vottorð um töku meðlags eða búsetuvottorð
b) Staðfesting frá skóla um fullt dagnám
d) Staðfesting á aldri yngra systkinis

© 2016 - Karellen