Í Skólanum er starfrækt foreldrafélag og er stjórn foreldrafélags skipað a.m.k. fjórum foreldrum. Markmið félagsins er að efla tengsl foreldra og starfsfólks, auka þátttöku foreldra í starfi leikskólanna og styðja við leikskólastarfið.

Allir foreldrar eru sjálfkrafa í foreldrafélaginu og eru hvattir til að taka virkan þátt í starfi þess.

Tilgangur félagsins er að:

 • Vinna að heill og hamingju nemenda skólans og styrkja skólann í hvívetna.
 • Vera samstarfsvettvangur foreldra/forráðamanna sem eiga börn í skólanum.
 • Stuðla að góðum skólabrag m.a. með því að efla samveru nemenda og foreldra og hvetja til virkar þátttöku.
 • Veita skólanum aðstoð vegna ákveðinna verkefna og starfa í skólanum.
 • Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans.
 • Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra varðandi skólastarfið til stjórnenda og foreldraráðs.
 • Hafa góð tengsl við stjórnendur og annað starfsfólk skólans.

Í stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2022-2023 eru:

 • Jón Oddur Jónsson foreldri á Spóa
 • Kamilla Sól Sigfúsdóttir foreldri á Krumma
 • Elín Ósk Björnsdóttir foreldri á Kríu
 • Júlía Sólimann Ólafsdóttir foreldri á Spóa© 2016 - Karellen