Stjórn foreldrafélags leikskólans er skipuð a.m.k. fjórum foreldrum. Markmið foreldrafélaga er að efla tengsl foreldra og starfsfólks, auka þátttöku foreldra í starfi leikskólanna og styðja við leikskólastarfið. Verkefni foreldrafélagsins eru margvísleg og getur félagið stutt mjög vel við starfið í leikskólanum og því er það hagur hvers leikskóla að hafa öflugt og virkt foreldrafélag.

Foreldrafélag Skógaráss vinnur að ákveðnum verkefnum á hverju ári sem eru:

# Kaupa bangsann Blæ sem er lítill bangsi fyrir hvert barn í skólanum og er unnið með hann í skólastarfinu sjá umfjöllun um verkefnið á Barnaheill hér má lesa meira um það Vinátta.

# Foreldrafélagið greiðir árgjald vegna skýjalausnar tengda Upplýsingakjám í forstofum skólans

# Foreldrafélagið greiðir fyrir myndatöku útskriftarnema

# Foreldrafélagið gefur veglega tækja/leikfanga gjöf í samráði við skólastjórnendur á hverju ári.


Allir foreldrar eru sjálfkrafa í foreldrafélaginu og eru hvattir til að taka virkan þátt í starfi þess.


Í stjórn félagsins skólaárið 2022-2023 eru:

  • Jón Oddur Jónsson foreldri á Lóu
  • Charity Oppong foreldri á Spóa

Tengiliður skólans við stjórnina er Guðríður deildarstjóri á Spóa© 2016 - Karellen