news

Leikskólalífið án rafmagns

26. 01. 2023

Í svartasta skammdeginu var haldinn rafmagnslaus dagur í Skógarási til að varpa ljósi á nútíma þægindi sem flestir líta á sem sjálfsagðan hlut.

Heilsueikskólinn Skógarás er Grænfánaskóli og rafmagnslausi dagurinn var liður í því umhverfisstarfi. Fyrir valinu varð að nýta svartasta skammdegið í þetta skemmtilega verkefni. Öll ljós voru slökkt í húsinu börnin gengu um með vasaljós til að sjá handa sinna skil. Elstu börnin fóru í skemmtilega vasaljósagöngu um nánasta umhverfi og má sjá hér myndir frá ferðinni.

Ákveða þurfti hvað væri hægt að borða án þess að nota rafmagn og var skyrið góða fyrir valinu þar sem hægt er að handhræra skyr.

Dagurinn tókst einstaklega vel og var haldið í rafmagnsleysið á öllum deildum og eldhúsi. Börnin nutu sín vel í leik með vasaljósin sín.

© 2016 - Karellen