news

Jólasöngur á aðventu

16. 12. 2022

Í leikskólanum er mikið sungið og þá sérstaklega í aðdraganda jóla. Á hverjum föstudegi hittumst við á sal skólans og eigum notalega stund saman. Í dag fengum við jólasvein til okkar sem stjórnaði söngnum en það var hún Inga á Krumma sem hafði klætt sig í þennan skemmtilega jólasveinabúning. Við sungum saman nokkur lög og tvö afmælisbörn voru í hópnum sem að sjálfsögðu fengu afmælissöng í tilefni dagsins. Það er svo sannarlega besta starf í heimi að vera leikskólakennari og finna gleðina og tilhlökkunina hjá litlu fólki.

© 2016 - Karellen