news

Jólapeysudagur í Skógarási

03. 12. 2021

Skemmtilegur dagur í Skógarási í dag sem og aðra daga. Allir mættu í jólapeysum sem vakti kátínu og gleði í hópnum. Fyrsta desember söngstundin var í dag og var stofnuð hljómsveit í tilefni þess eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Já hæfileikar fólksins í Skógarási eru svo sannarlega margir. Við sungum saman skemmtileg jólalög við undirspil þessa flotta hóps. Hafdís á gítar, Hjalti á kassatrommu og Matthildur með bjölluhristu.

© 2016 - Karellen