news

Fróðleiksfúsir kennarar í Skógarási

25. 04. 2023

Kennarar í Skógarási lögðu land undir fót og ferðuðust til Finnlands til að kynna sér starf í Finnskum leikskólum og heyra áherslur Finna í leikskólamálum. Ferðin var afar vel heppnuð þar sem við fengum áhugaverða kynningu á finnska skólakerfinu, námskeið um "Creative movement and selfcare" þar sem við fengum góða kynningu á hvernig við vinnum með skapandi hreyfingu og sjálfsumhyggju. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá nutu kennarar skólans þess vel að hreyfa sig saman og læra nýja hluti til að vinna með börnum í Skógarási.

Við skoðuðum nokkra leikskóla og fengum að heyra áherslur þeirra í námi barna. Þetta var mjög skemmtileg ferð í góðum hópi og það sem við lærðum á eftir að nýtast vel í starfi með börnum í Skógarási.

Veðrið lék við okkur þessa daga í Finnlandi og kom starfsfólkið endurnært til baka og tilbúið í skemmtilegt sumarstarf í leikskólanum.

© 2016 - Karellen