news

Frábær foreldrahópur

09. 02. 2023

Það hefur snjóað mikið hjá okkur hér í Reykanesbæ þennan veturinn og hreinsunarmenn frá Reykjanesbæ hafa ekki haft undan að moka snjó. En foreldrar barna hér í Skógarási eru svo dásamleg og hafa komið og mokað hér hjá okkur óbeðin nokkrum sinnum þennan snjóþunga vetur. Við viljum þakka foreldrum sérstaklega fyrir hlýhug og velvilja. Hér má sjá foreldra barns á yngstu deildinni moka frá helstu gönguleiðum. Kærar þakkir fyrir góðan hug.

© 2016 - Karellen