news

Desemberdagskráin í Skógarási

03. 12. 2021

Framundan er aðventan og jólamánuður

Þetta árið líkt og áður leggjum við áherslu á samveru, orkulosun og að njóta líðandi stundar.

Covid mun áfram hafa áhrif á skólastarfið og því mikilvægt að skapa rólegar og góðar stundir, viðhalda gleði og góðum gildum hátíðar ljóss og friðar.

Því miður höfum við þurft að endurskoða venjur okkar í desember í ljósi aðstæðna og þá sérstaklega aðkomu ykkar foreldra og annarra gesta.

Dagskráin okkar verður samt sem áður í alla staði í anda jólanna og þeirri staðreynd að jólin snúast um að skapa kærleiksríkar stundir með góðum vinum.

Hér fyrir neðan er sú jóladagskrá sem komin er núna (mun örugglega breytast og eitthvað bætast við).

  • Hvern föstudag kl.9.15 verður sameiginleg jólasöngstund allra deilda
  • Farið verður í vettvangsferðir og jólastemning bæjarins skoðuð og þá sérstaklega aðventugarðurinn.
  • Föstudaginn 3.des.verður jólapeysuþema og væri frábært ef börnin kæmu í peysu/bol sem tengist jólunum.
  • Vikuna 6.-10.des.baka deildirnar piparkökur.
  • Föstudagurinn 10.des.verður rauður dagur og eru allir hvattir til að klæðast einhverju rauðu.
  • Föstudaginn 17.des. verður jólahátíð skólans, við munum borða hátíðlegan hádegisverð, dansa kringum jólatré, elstu börnin sýna jólaleikþátt, syngja og hafa gaman.
  • Jólafrí hefst 24.desember og líkur mánudaginn 3.janúar 2022 og fá foreldrar 18,5% afslátt af leikskólagjöldum fyrir þann tíma.

Líkt og í fyrra viljum við minna á að börnin munu áfram koma heim með allskyns listaverk í desember líkt og aðra mánuði. En þar sem jólin snúast um samveru en ekki gjafir þá sinnir skólinn ekki jólagjöfum til heimila.

Skólinn er fyrir fyrst og fremst fyrir börnin og staðreyndin er sú að ekki allir halda jól og ekki öll börn skólans hafa verið að tengja við gjafirnar eða haft ánægju af því að búa þær til.

Ástæðurnar eru nokkrar og þó svo að við getum öll verið sammála um að gaman er að gefa og þiggja gjafir, þá snýst andi jólanna ekki um pakkana.

Það er einlæg von okkar hér í Skógarási að desember muni færa ykkur heilbrigði, velferð og gleði umfram allt.

© 2016 - Karellen