news

Föstudagsfrétt Krumma

08. 12. 2023

Góðan daginn elsku bestu foreldrar.

Núna í aðdraganda jóla hefur verið margt um að vera á Krumma, við höfum meðal annars verið að æfa jólalög og hlusta á jólasögur, föndra og málað gluggana á Krumma og bakað piparkökur.

Einnig vorum við með barnaþing í vikunni þar sem fleiri börn deildu skoðunum sínum á leikskólastarfinu en nokkur börn eiga eftir að taka þátt í barnaþingi. Börnin eru meðal annars spurð út í líðan, hvar þeim finnst skemmtilegast að vera á deildinni og í leikskólanum og hvað þeim finnst um hádegismatinn. Markmiðið er að bjóða þeim þátttöku fljótlega og rýna síðan í skoðanir og upplifun barnanna í þeim tilgangi að geta bætt skólastarfið með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.

Endilega skoðið myndirnar :)

Piparköku-töfrasandur - Spennandi að snerta, móta, kremja...

Takk fyrir vikuna og góða helgi :)

© 2016 - Karellen