news

Föstudagsfrétt Krumma

01. 12. 2023

Sæl og blessuð kæru foreldrar :)

Í vikunni höfum við gert margt skemmtilegt, en það sem helst hefur staðið upp úr er veðrið og útiveran, snjórinn vakti mikla lukku þegar hann kíkti í stutta heimsókn um daginn og rannsökuðu börnin og upplifðu hann á margvíslegan hátt. Við hlökkum til að fá snjóinn aftur í heimsókn. Einnig gaf rigninginn okkur skemmtileg tækifæri til þess að sulla og læra um vatnið og hvernig það hegðar sér.

Einnig var svolítið skemmtilegt sem átti sér stað en við byrjuðum að æfa nokkur jólalög í upphafi vikunnar. Í gær tóku börnin sig til og komu sér fyrir í samverustund alveg sjálf og skiptust svo á að vera ,kennarinn' og stýra stundinni eins og sjá má á myndunum, sögðu hvaða lög ætti að syngja og svo sungum við. Virkt ímyndunarafl og hlutverkaleikur hér á ferð.

© 2016 - Karellen