news

Krummafrétt

26. 04. 2024

Komið sæl kæra Krummafjölskylda.

Gleðilegt sumar! Vikan okkar var afskaplega skemmtileg og fjölbreytt!

Á mánudaginn var æðislegt veður úti, við borðunum nónhressinguna okkar úti með Kríu krökkunum.

Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð í nærumhverfinu okkar, klifruðum yfir marga steina og kíktum á gróðurgarðinn okkar.

Á miðvikudaginn fórum við í strætó, kíktum í skrúðgarðinn í Njarðvík. Þar fengum við okkur morgunhressingu, lékum okkur í leiktækjunum og fórum í dýraleik með Ástu. Síðan tókum við strætó aftur upp í leikskóla.

Á föstudaginn fórum við í söngstund í hreyfisalnum, allur leikskólinn sungu saman nokkur lög. Til að fagna sumrinu fórum við í útibingó þar sem börnin reyndu að finna gula hluti á leiksvæðinu. Það var pítsupartý hjá okkur í hádeginu. Við enduðum daginn síðan úti í góða veðrinu.

Týr átti afmæli á fimmtudaginn, við héldum upp á afmælið hans á föstudaginn.

Takk fyrir vikuna, eigið góða helgi.

Kær kveðja

Krummi

© 2016 - Karellen