news

Krummafrétt

12. 04. 2024

Góðan daginn kæra Krumma fjölskylda

Vikan okkar var afar viðburðarík og skemmtileg.

Á mánudaginn fórum við með öll börnin í vettvangsferð þar sem við löbbuðum upp að stórum hóli sem er í nágreninu og börnin renndu sér niður hólinn, löbbuðu upp á hrauni og léku sér með sand.

Á þriðjudaginn fór Björk með börnin inn í listasmiðju þar sem hún sýndi þeim kartöflur og margt fleira, síðan fór hún og Viktoría með lítinn hóp í vettvangsferð þar sem við löbbuðum að kartöflugarðinum okkar og þar sáum við einnig grænmeti sem börnin á leikskólanum höfðu gróðursett fyrir mörgum mánuðum og við hreinsuðum það grænmeti. Börnunum fannst það rosalega gaman.

Á fimmtudaginn var aldeilis stemning inni á deild! Við byrjuðum daginn á því að leika okkur með fullt af rifnum pappa, það sló heldur betur í gegn. Björk og Þórunn fóru síðan með allann hópinn inn í listasmiðju þar sem þau fengu að lita og skemma sér.

Á föstudaginn fóru börnin yfir á stóra leiksvæðið í fyrri útiverunni. Börnin léku sér mikið inn á deild með búninga, bolta, leir og margt fleira. Við enduðum vikuna síðan á því að leika okkur úti í góða veðrinu.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi!

© 2016 - Karellen