news

Föstudagsfrétt

03. 11. 2023

Hæ Hæ

Í vikunni var haldið upp á hrekkjavökuna. Krakkarnir og kennarar klæddu sig upp í alls kyns búningum og skemmtu sér konunglega. Hrekkjavökuskemmtunin var tekin í kuldagöllum, á útisvæðinu okkar. Þar fóru krakkarnir í hreyfileiki, sungu saman og síðan hituðu tvær nornir heitt kakó í nornapotti fyrir krakkana.

Það hefur kólnað hratt í veðri seinustu dagana svo krakkarnir hafa verið duglegir við að klæða sig í hlýju útifötin sín.

Inga tók lagið á Ukulele fyrir krakkana, það vakti mikla lukku svo úr því urðu litlir tónleikar.

Við brölluðum ýmislegt annað í vikunni s.s. að hreyfa okkur í hreyfisal, lita, hlusta á sögur, lesa bækur, vera úti að leika ofl.

Nokkrar myndir úr vikunni okkar

Takk fyrir góða viku

-Lóa

© 2016 - Karellen