news

Föstudagsfrétt

26. 04. 2024

Gleðilegt sumar!

Í þessari viku kom sólin okkur á óvart og var heilmikið hjá okkur. Við nýttum þess vegna veðrið og vorum sem mest úti að leika og jafnvel borða nónverð úti.

Við höfum einbeitt okkur að frjálsum leik barnanna og sögum í vikunni. Börnin hafa búið sér til allskonar skemmtilega leiki og kennarar stutt við þá með ýmsu móti. Til dæmis hefur eldgosaleikur verð mjög vinsæll meðal barnanna, þá styður kennari við leikinn með því að varpa myndbandi af eldgosi og leyfa börnunum að heyra drunurnar úr eldgosi.

Margar sögur með tilheyrandi brúðum hafa verið sagðar og leiknar með miklum tilþrifum. Í tilefni þess að sumardagurinn fyrsti var á fimmtudaginn þann 25.4 höfum við verið að æfa okkur að syngja sumarlög og héldum síðan upp á sumarið á föstudeginum.

Á Föstudaginn fengu allir að koma í gulum fötum í leikskólann, samvera var í sal og sungu allar deildir nokkur lög saman. Því næst var haldið út í gult sumar-BINGÓ, þá fengu allir sem vildu blað með hlutum til þess að leita að á útisvæðinu okkar og opnað var á milli stóra og litla svæðis. Þetta vakti mikla lukku :)

Takk fyrir vikuna

Mbk. Lóa

© 2016 - Karellen