news

Föstudagsfrétt

24. 11. 2023

Hæ Hæ

Í vikunni kenndi Lubbi okkur málhljóðið Ee.

(Lag: Klappa saman lófunum.)

Edda hugsar e, e, e,
e, e, e, ég held ég sé
Ekki best í þessu,
Ég er með flest í klessu.

Leikskólinn hélt upp á dag mannréttinda barna sem var á mánudaginn 20 nóvember.

Í tilefni dagsins æfðu börnin sig að kjósa, þau kusu á milli tveggja laga og lagið sem fékk flest atkvæðin var sungið í samverunni.

Úti var kalt og blautt svo við klæddum okkur vel og fórum út að drullumalla suma dagana og út að renna okkur á þoturössum hina.

Deildin hefur verið að skoða náttúruna mikið upp á síðkastið með því að spila og skoða flóruspil, gera athuganir með vatn, klaka og skoða mismunandi veðurfar á skjávarpa.

Við æfðum fínhreyfingar með því að klippa og auðvitað var haldið föstudagspartý í hreyfisal þar sem börnin dönsuðu og léku sér.

Takk fyrir vikuna

-Lóa

© 2016 - Karellen