news

Fimmtudagsfrétt

19. 10. 2023

Hæ Hæ

Í vikunni kenndu Lubbi okkur málhljóðið Úú.

Úlla hrópar ú, ú, ú - Úú

(yfir kaldan eyðisand)


Úlla hrópar ú,ú,ú

ú er skráð á spjöldin.

Uglan segir ú-hú-hú

úti seint á kvöldin.

Krakkarnir fengu að búa til sinn eigin pappír úr gömlum pappír og gera síðan haustmynd.

Við unnum með Lubba, Blær, tónlist, orðaspjall, leikum og lærum og Bee-bot í vikunni.

Bee-bot er vélmenni sem lýtur út eins og býfluga. Hægt er að gefa vélmenninu skipanir um það hvert það á að fara með því að ýta á takka á bakinu á Bee-botinu. Þetta er form af forritun.

Krakkarnir hafa ákaflega gaman af þessu og gefur þeim tækifæri til þess að skilja hvers vegna mikilvægt er að vanda röð skipana. Þegar börn vinna með Bee-bot eru þau að efla sig á margan mismunandi hátt, rökhugsun, stærðfræði, samvinna og þolinmæði svo einhvað sé nefnt.

Leikskólavikan okkar tekur enda á fimmtudegi þessa vikuna þar sem við fáum að fagna bleika deginum saman. Bleiki dagurinn er haldin til stuðnings við fólk sem hefur greinst með og aðstandendur þeirra sem hafa greinst með brjóstkrabbamein. Í tilefni dagsins mættu börnin í bleiku og við héldum bleikt partý í hreyfisalnum okkar.

Föstudagurinn 20.10.23 og Mánudagurinn 23.10.23 eru skipulagsdagar kennara og verður þess vegna lokað í leikskólanum þessa dagana. Þriðjudaginn 24.10.23 verður einnig lokað í leikskólanum vegna Kvennaverkfalls.

Sjáumst hress Miðvikudaginn 25.10.23

-Lóa :)


© 2016 - Karellen