Fatnaður
Innifatnaður er vinnufatnaður barnins í leikskólanum og skal miða fatnað barnsins við þá starfsemi sem þar fer fram. Útifatnað skal miða við veður hverju sinni. Barnið þarf að vera með auka inniföt til skiptanna. Foreldrar fylla fatahólf barnsins af nauðsynlegum fatnaði á mánudögum og eftir þörfum. Foreldrar bera ábyrgð á því að börnin séu alltaf með nægan fatnað og kennarar koma skilaboðum til foreldra um slíkt. Nauðsynlegt er að merkja fötin vel með nafni barnsins en forðast að skrifa skammstafanir. Merkt föt komast frekar til skila.

Mikilvægt er að fatnaður barnanna sé þægilegur þannig að hann hefti ekki leikgleði þeirra. Klæðið börnin eftir veðri en hafið það ætíð hugfast að börn hreyfa sig mikið við leik úti og geta því svitnað ef þau eru mikið klædd. Nauðsynlegt er að barnið hafi með sér aukafatnað. Í skólanum vinnum við með ýmis efni s.s. lím og málningu sem geta farið í föt barnanna þó svo starfsfólk leiti allra leiða til að svo verði ekki. Vinsamlegast takið tillit til þess.

Tæma töskur og hólf
Það eru mörg börn sem nota fataherbergin og til þess að allir hafi nægilegt pláss er nauðsynlegt að tæma/taka uppúr töskum á mánudögum. Hvert barn á sína hirslu undir aukafötin og sitt hólf fyrir útifötin. Töskur undan fatnaði barnanna eru ekki geymd í leikskólanum.

Á föstudögum eru útiföt tekin heim þannig að engin föt séu eftir, svo hægt sé að þrífa vel hólf barnanna. Fatahólf sem ekki eru tæmd, verða heldur ekki þrifin og er hreinlæti mikilvægur þáttur í heilbrigði okkar og getur haft áhrif á heilsufar.

© 2016 - Karellen