news

Verkefnin okkar

05. 12. 2018

Nú hefur starfsfólk okkar verið á faralds fæti í vinnutengdum verkefnum seinustu vikur. Eins og við höfum nefnt hér áður erum við með tvö verkefni í gangi hjá okkur, annrs vegar Erasmus+ verkefnið Eco Tweet og hinsvegar BRHG – Longikid þjálfaramenntun.

Í Erasmus+ verkefninu Eco Tweet erum við að vinna með fimm skólum í fimm löndum, Tyrklandi, Grikklandi, Eistlandi, Noregi og Svíþjóð. Erasmus+ verkefni eru styrkt af Evrópusambandinu til þess aðfæra Evrópu nær og auka skilning og víðsýni. Aðaláherlsa þessa verkefnis er umhverfismenntun og hvað við getum gert til þess að eiga umhverfið okkar sem lengst. Við höfum verið að tala mikið um náttúruna og dýrin í henni. Einnig hvað það er sem við getum gert til þess að náttúran og umhverfið okkar nái að lifa sem lengst. Nú í nóvember fóru þær Katrín, Ingibjörg og Margrét til Izmir í Tyrklandi og hittu þar kennara frá hinum skólunum fimm, fengu fræðslu meðal annars um Tyrkneskt menntakerfi, menningu og arfleið.

BRHG – Longikid prógramið er hreyfi og þroskapróf sem hægt er að leggja fyrir börn. Niðurstöðurnar úr þessu prófi eru svo notaðar til þess að búa til einstaklingsmiðaða áætlun til að bæta hreyfi og taugaþroska þess barns. Til þess að geta notast við þetta þarf að hafa þjálfunarréttindi og eru þær Ásta Kata, Hólmfríður og Vilborg í því ferli. Það hófst fyrr á þessu ári með námskeiði hér á landi og fóru þær fóru svo út til Búdapest í nóvember ásmat örðum íslenskum kennurum á framhaldsnámkeið.


© 2016 - Karellen