news

Föstudagsfréttir

19. 02. 2021

Í þessari viku höfum við verið að læra hljóðið Áá með honum Lubba. Einnig fóru höfum við verið að æfa okkur að ríma. Vettvangsferðir með Spóa voru á sínum stað.

Einnig var mikið húllum hæ í vikunni, á mánudaginn var bolludagurinn og við fengum bollur bæði í hádegismat og nónhressingu.

Á þriðjudaginn var sprengidagur, þá fengum við saltkjöt og baunir í hádegismat.

Svo á miðvikudag var mikill gleðidagur því þá máttu börnin mæta í búningum í tilefni af öskudeginum. Börnin skemmtu sér konunglega þennann óhefðbunda leikskóladag þar sem meðal annars var boðið uppá danspartý í hreyfisalnum og kóronugerð.

© 2016 - Karellen