news

Föstudagsfrétt

08. 12. 2023

Hæ hæ.

Í vikunni kenndi Lubbi okkur málhljóðið J j.

(Í skóginum stóð kofi einn)
Jeppinn fór á jökulinn,
Jórunn hún var bílstjórinn,
j, j, spólar jeppinn þar,
í jökli fastur var.

Jeppinn uppi á jökli sat,
j, j, spólar á sig gat.
Jórunn onaf jökli gekk,
jeppann vantar dekk.

Við erum komin í mikið jólaskap og börnin fengu að gera snjókarla og jólaskraut.

Öll deildin fór í vettvangsferð í Aðventugarðinn, Nettó og á bókasafnið.

Við héldum upp á eitt afmæli og óskum afmælisbarninu innilega til hamingju með daginn.

Börnin bökuðu piparkökur með Björk og skemmtu sér konunglega.

Það var jólasöngur í sal á föstudaginn þar sem allar deildir komu saman og sungu jólalög.

Við enduðum vikuna á jóladanspartí í salnum.

Takk fyrir vikuna.

-Lóa

© 2016 - Karellen