news

Föstudagsfrétt

17. 11. 2023

Hæ Hæ

Í vikunni kenndi lubbi okkur málhljóðið Hh.


Hott hott á hesti - Hh (Göngum göngum)

Hott, hott á hesti, hesturinn minn besti,

hlauptu og stöktu h, h, h.

Blesi og Skjóna

reka upp hrossahlátur:

Ho, ho, hah, hah, h, h, h.

Við buðum tvo nýja starfsmenn velkomna á deildina okkar.

Þær Catherine og Klaudia. Við erum heppin að fá þær til starfa og krakkarnir hafa ekki síður tekið þeim vel. :)

Gott veður hefur verið alla vikuna svo við höfum notið þess að leika okkur sem mest úti, einnig æfðum við fínhreyfingar, talningu, lásum bækur og margt fleira.

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlega í leikskólanum fimmtudaginn 16. nóvember. Seinustu vikur höfum við verið að æfa lag eftir Jónas Árnason sem heitir Ef þú giftist. Lagið sungum við saman í samsöng í salnum okkar í tilefni dagsins.

Ef þú giftist

Ég skal kaupa þér kökusnúð
með kardímommum og sykurhúð,
ef þú giftist, ef þú bara giftist,
ef þú giftist mér.


Ég skal gefa þér gull í tá
og góða skó til að dansa á,
ef þú giftist, ef þú bara giftist,
ef þú giftist mér.


Ég skal elska þig æ svo heitt
að aldrei við þurfum að kynda neitt,
ef þú giftist, ef þú bara giftist,
ef þú giftist mér.


Ég skal syngja þér ljúflingslög
og leika undir á stóra sög,
ef þú giftist, ef þú bara giftist,
ef þú giftist mér.


Ég skal fela þig fylgsnum í,
svo finni þig ekkert pólití,
ef þú giftist, ef þú bara giftist,
ef þú giftist mér.

Jónas Árnason

Við héldum upp á tvö afmæli í vikunni og óskum við afmælisbörnunum innilega til hamingju.

Takk fyrir vikuna

-Lóa

© 2016 - Karellen