news

Föstudagsfrétt

12. 04. 2024

Góðan daginn

Þessa vikuna vorum við að spila nokkur spil í litlum hópum. Búa til ævintýri, endursegja ævintýri og leika ævintýri. Við erum að æfa okkur í rími, gera hlustunaræfingar og samsett orð.

Við fórum í vettvagnsferð og tíndum rusl og fylltum tvo stóra poka af rusli sem var í kringum leikskólalóðina. Kíktum svo á leikvöll sem er hér rétt hjá leikskólanum.

Við settum vatn, olíu, matarlit og allskonar smálet eins og perlur og glimmer í glærar flöskur og límdum svo tappana fasta. Börnin hafa notið þess að leika sér með þessar flöskur og allskonar leikur sprottið út frá þeim.

Frjáls leikur hefur líka tekið pláss hjá okkur og gaman að sjá þróunina á leiknum sem hefur átt sér stað síðustu vikur og mánuði.

Takk fyrir vikuna og góða helgi


49383-webservice-6619401c00a68.jpg

66681-webservice-6617f9c786328.jpg

49383-webservice-66193e83c7773.jpg

49383-webservice-6619400704d25.jpg


© 2016 - Karellen