news

Föstudagsfrétt

05. 04. 2024

Góðan daginn

Í þessari viku fórum við í vettvangsferð á miðvikudaginn og drekaleitarferð á föstudaginn. Á miðvikudaginn fóru þau börn sem fædd eru 2019 (og mættu snemma) í ferð í bókasafnið þar sem þau hlustuðu á sögu ásamt nokkrum 2019 börnum af Spóa.

Við unnum líka með leikhús í vikunni og ein stúlka samdi leikrit sem börnin léku. Þrjár dömur léku líka ævintýrið um grísina þrjá.

Við sungum drekalag og lásum bókina Hvar er drekinn minn? Þegar bókin var búin datt drekakort úr bókinni og því var lagt af stað í drekaleitarferð. Við tókum drekaleitarhattinn með fjöður, kortið, stækkunargler, kíki og málmband til að mæla drekaspor. Ferðin heppnaðist mjög vel og krakkarnir tóku virkan þátt í ferðinni og leitinni. Þegar við fundum mynd af dreka sagði eitt barn að þetta væri selfie af drekanum sem hann hefði tekið og skilið eftir handa okkur. Við göngum því út frá því að alvöru drekinn sé einhversstaðar að fela sig. Á heimleiðinni sáum við stóra gröfu og þá fékk eitt barnið þá hugmynd að þetta væri dreki að fela sig. Skóflan var skottið á drekanum. Við fundum líka mjög stóran poll sem krakkarnir hoppuðu í og einhver vildu meina að væri drekapiss. Þegar við komum til baka teiknuðu nokkur börn mynd af dreka. Það sem við þurftum að gera til að finna dreka er að leita hátt, leita lágt og trúa heitt. Þetta var svo sannarlega ævintýraferð.


Góða helgi og takk fyrir vikuna.


49383-webservice-6610087e9c34b.jpg

49383-webservice-661007e250b44.jpg

49383-webservice-661007e6ec44e.jpg

49383-webservice-661006cc04369.jpg

49383-webservice-661006d3a3c05.jpg

49383-webservice-661006d694054.jpg



© 2016 - Karellen