news

Föstudagsfrétt

28. 04. 2023


Komið sæl kæru foreldrar,

Nú fer fyrsta heila vikan í nokkrar vikur loks að enda. Við viljum minna á að leikskólinn er lokaður á mánudaginn 1. maí.

Við gerðum heilmikið skemmtilegt inni á Spóa þessa vikuna. Nú fer að líða að útskrift hjá okkur og við byrjuðum að undirbúa það í þessari viku. Við fórum í göngutúr út í móa þar sem við héldum móaþing, þar sem haldið var kosning á meðal barnanna um hvaða lög við ættum að syngja í útskriftinni. Við erum alltaf að reyna fá börnin til að mynda sínar eigin skoðanir og vera sjálfstæðir einstaklingar og því fannst okkur sniðugt að halda móaþing. Í næstu viku munum við halda barnaþing fyrir forstofuna okkar til að fá fram þeirra sýn á forstofuna, útifatnað og hver tilgangurinn er með forstofunni auk þess verður hugsanlega annað barnaþing þar sem við veljum tvo ræðumenn til að halda ræðu í útskriftinni.

Við fórum á listahátíð barna á föstudaginn, þar hittum við marga aðra leikskóla og við sungum með þeim lög. Eftir sönginn skoðuðum við öll listaverkin sem við gerðum og aðrir leikskólar bjuggu til. Börnin voru algjörlega til fyrirmyndar í þessari ferð.


Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi

Kveðja, Spói

© 2016 - Karellen