news

Föstudagsfrétt

20. 05. 2022

Góðan daginn og gleðilegan föstudag :D við skemmtum okkur mikið og vorum rosalega upptekin alla vikuna.
Yngri hópurinn fór að kíkja á kartöflugarðana í Njarðvík og löbbuðu í gegnum Njarðvíkurskóg á þriðjudaginn.
2016 árgangurinn fór í tvær grunnskólaheimsóknir, fyrst í Stapaskóla á miðvikudaginn og svo fékk yngri hópurinn að koma með þegar við heimsóttum Njarðvíkurskóla á Fimmtudginum og váá hvað þar var skemmt sér.
Gunnar úr slökkviliðinu kom svo til þess að útskrifa 2016 árganginn frá því að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins og fengu þau svo að skoða og sprauta úr vatnsbyssunni í slökkvibílnum.
Ætlum að hafa það bara rólegt núna á þessum fallega föstudegi enda löng og skemmtileg vika að baki. Takk fyrir okkur og sjáumst hress í þeirri næstu.

© 2016 - Karellen