news

Föstudagsfrétt

18. 03. 2024

Komiði sæl. Við biðjust afsökunar á seinkunn fréttarinnar frá því í seinustu viku, það gleymdist að ýta á takkann á fimmtudaginn.

Í seinustu viku vorum við að læra hljóðið Ðð sem er samhljóði.

Á mánudaginn fór skólahópurinn upp í Háaleitiskóla það sem við fengum að vera með í leik og danspartý. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og skemmtu sér mjög vel.

Á miðvikudaginn var seinasti dagurinn í vettvangsnáminu hjá nemunum tveimur frá HÍ. Þær kvöddu okkur með skemmtilegum leik.

Á fimmtudaginn var Dagur Stærðfræðinnar og í tilefni af því var flæði á milli allra deilda á leikskólanum og inni á hverri deild var boðið upp á skemmtilega stærðfræðileiki.

Á fimmtudaginn heldum við á Spóa kosningu um það hvaða leikrit okkur langar til að gera saman og Karíus og Baktus varð fyrir valinu.

Takk fyrir góða viku.

© 2016 - Karellen