news

Föstudagsfrétt

08. 03. 2024

Komiði sæl. Í þessari viku vorum við að læra hljóðið Rr sem er samhljóði. Skólahópurinn fór á miðvikudaginn á bókasafnið þar sem þau fóru í ratleik. Þau ráfuðu um bókasafnið að leita að Valla úr bókunum “Hvar er Valli ?”.

Á fimmtudaginn var rosalega gott veður allan daginn svo við nýttum útiveruna til fulls.

Í morgun, föstudag, var föstudagspartý í hreyfisalnum og krakkarnir fóru og dilluðu sér þar í góða stund. Fyrir hádegismat í dag var Grúskarafélagið Vinir með þing þar sem þau stóðu upp eitt á fætur öðru og fengu að ræða um eitthvað sem tengdist fjölskyldunni.

Fyrir utan seta þrennt var vikan okkar fremur róleg. Við lékum okkur og lærðum saman og nutum þess að vera vinir.

Takk fyrir góða viku og njótið helgarinnar.

© 2016 - Karellen