news

Víkingur á ferð í útskriftarferð elstu barna.

11. 05. 2023

Við í heilsuleikskólanum Skógarási erum svo heppin að hafa einn víking í vinnu. Hrafn sem starfar á Spóa hefur það sem hliðarstarf að vera víkingur. Elstu börn skólans fóru í útskriftarferð í dag og var ferðinni heitið í Víkingaheima þar sem Hrafn tók á móti þeim í víkingaklæðum og fræddi börnin um víkinga. Ferðin var afar vel heppnuð þar sem allir nutu sín vel. Börnin fóru í fjöruna, máluðu steina úti í náttúrunni, léku sér á útinámssvæðinu í Narfakotsseyl og fengu að fara inn og hitta víkinginn í Víkingaskipinu og auðvitað þurfti eitthvað að borða svo að grillaðar voru pylsur fyrir hópinn. Þetta var einstaklega vel heppnuð ferð og allir komu glaðir og kátir til baka.

© 2016 - Karellen