news

Við bjóðum góðan dag alla daga

06. 02. 2023

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar og hefur svo verið gert um langt árabil.

Sjötti febrúar á sér þó lengri sögu og merkilegri því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.

Í Skógarási buðum við upp á flæði um skólann sem vakti heldur betur lukku meðal barnanna.

Í hreyfisalnum var gleði og gaman eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Við vildum einnig leggja áherslu á margbreytileika lífisins og unnum sameiginlegt listaverk þar sem allir stimpluðu hendina sína á sameiginlega mynd og leggjum áherslu á að við öll skiptum máli eins og segir í Barnasáttmála sameinuðu Þjóðanna að öll börn eru jöfn.

Við leggjum áherslu á að vera góð hvort við annað.


© 2016 - Karellen