Velkomin á ljósanótt
01. 09. 2022
Elstu börnin í Skógarási fóru í morgun og tóku þátt í setningu ljósanætur Reykjanesbæjar 2022. Setningarhátíðin var mjög hátíðleg þar sem ljóanæturfáninn var dreginn að húni og sungin voru nokkur lög með tónlistarmanninum Friðriki Dór. Þetta var mjög skemmtileg stund í góðu og fallegu veðri.
