news

Útskriftaferð

25. 05. 2022

Við byrjuðum útskrifta ferðinna klukkan 8:40 með strætó ferð í nettó krossmóa og svo þaðan í Sandgerði til að skoða þekkingarsetrið sem er þar, en fyrst til að hafa orku í daginn fengum við okkur bananna og kom svo starfsmaður út til þess að gefa okkur fötur og bað okkur um að byrja í fjörunni að reyna finna eitthvað lifandi eða bara eitthvað spennandi, við fundum helling af kuðungum og sumar með sníglum ennþá inní, við fundum tvær littlar rækjur og svo krabba sem fær að lifa á þekkingarsetrinu áfram. Þegar aftur var snúið í þekkingarsetrið var hópnum skippt í tvo hópi og máti einn hópurinn skoða allt sem var fundið í fjörunni og fengu svona tilrauna skál til að setja í og skoða í smásjá sem þeim fannst geðveikt, en á meðan var hinn hópurinn að labba um og skoða. Í hádeginnu grilluðum við hamborgara og fengum epla eða appelsínu safa og voru allir saddir og sáttir eftir það. Ferðinni var svo heitið í Garð á leiksvæðið hjá Gerðaskóla að prufa hoppu dýnuna og bara leika og hafa gaman þar, löbbuðum svo aðeins um á meðan við biðum eftir strætó til keflavíkur og þegar í hann var komið voru það sumir sem sofnuðu sem er bara skiljanlegt enda langur og góður dagur að koma á enda. Þegar við vorum kominn í Keflavík og vorum að bíða eftir strætó settumst við inn í Krossmóa og fengum flatkökur og safa. Svo vorum við kominn aftur heim eftir rosalega skemmtilegan og atburðaríkan dag.

© 2016 - Karellen