news

Útskrift elstu barna

25. 05. 2023

Í dag er stór dagur hjá okkur í Skógarási, útskriftardagur elstu barna árgangs 2017. Þetta er stór dagur í lífi hvers barns fyrsta útskriftin og það var mikilli spenningur í hópnum fyrir deginum.

Þau buðu foreldrum/forráðamönnum sínum í útskriftarkaffi þar sem boðið var upp á góðgæti að hætti hússins það er ávexti, grænmeti og gott vatn. Börnin fá þá afhent útskriftarskjal og græðling til að gróðursetja úti frá leikskólanum.

Hópurinn söng svo fallega fyrir mömmu og pabba og stóðu sig einstaklega vel í útskriftar athöfninni. Við vitum að þessi hópur á eftir að standa sig vel í framtíðinni og því sem tekur við í lífinu.

© 2016 - Karellen