news

Útskrift 2022

01. 06. 2022

Útskrift elsta árgangs í Skógarási fór fram þriðjudaginn 31.maí með pomp og prakt eins og meðfylgjandi myndir sína. Börnin voru mjög spennt fyrir þessari athöfn og leynir sér ekki tilhlökkun barnanna fyrir framtíðinni. Mikil spenna er í hópnum að hefja skólagöngu á næsta skólastigi.

Foreldrafélag skólans bauð börnum uppá myndatöku bæði hóp og einstaklings sem við færum foreldrafélaginu þakkir fyrir.

Skólinn færði börnunum græðlinga að gjöf sem við vonum að verði hlúð vel að. Gjöfin er táknræn þar sem ósk okkar er að börnin vaxi og dafni í framtíðinni líkt og birkitréð sem þau fengu að gjöf.

Börnin stóðu sig vel og voru einstaklega flott í tilefni dagsins.

© 2016 - Karellen