news

Þökkum fyrir góðan foreldrahóp

18. 01. 2024

Það hefur snjóað mikið hjá okkur hér í Reykanesbæ í dag og hreinsunarmenn frá Reykjanesbæ hafa ekki undan að moka snjó. En foreldrar barna hér í Skógarási eru svo dásamleg og eru alltaf til í að leggja hönd á plóginn til að lífið hjá okkur í leikskólanum sé sem allra best. Hér kom faðir í morgun og mokaði snjó frá öllum inngöngum skólans. Við viljum þakka foreldrum sérstaklega fyrir hlýhug og velvilja. Hér má sjá föður barns á elstu deildinni Spóa moka frá helstu gönguleiðum. Kærar þakkir fyrir góðan hug.

© 2016 - Karellen