news

Takk fyrir kæru foreldrar

05. 10. 2022

Foreldrafélag leikskólans kom færandi hendi og tók þátt í að fjármagna skjái sem hafa verið settir upp í forstofum leikskólans. Skjáirnir eru hugsaðir til að upplýsa foreldra betur um starf skólans. Á skjánum munu rúlla myndir úr starfi leikskólans ásamt upplýsingum sem foreldrar þurfa að fá eins og auglýsingar þegar einhverjar uppákomur eru hjá okkur í leikskólanum. Þannig hugsum við skjáinn til að minnka útprentun á auglýsingum þar sem Skógarás er grænfána skóli og við viljum hugsa sem allra best um umhverfi okkar. Þessa vikuna eru myndbönd sem rúlla á skjánum um heilbrigði og hollustu, svefn, næringu og heilsustefnuna sem við störfum samkvæmt. Við vonum að foreldrar gefi sér stund í forstofunni með börnum sínum og kíki á þessar upplýsingar sem þar koma fram.

Kærar þakkir foreldrafélag fyrir ykkar góða starf og velvilja.

© 2016 - Karellen