news

Sumarhátíð

24. 06. 2021

Í dag vorum við með sumarhátíðina okkar. Ásta Kata íþróttakennari styllti upp þrautabrautum víðsvegar um lóðina sem börnin fóru í gegnum. Öllum leikskólanum var blandað saman og skipt niður í hópa sem að fóru svo saman í gegnum þrautirnar. Það var meðal annars SNAG, jafnvægisæfingar, stígvélakast, sápukúlur, keila og hjólbörurallý svo eitthvað sé nefnt. Börnin skemmtu sér mjög vel! Svo eftir nónhressingu var boðið upp á ljúffenga frostpinna!

© 2016 - Karellen