news

Setning Barnahátíðar

28. 04. 2023

Föstudaginn 28.apríl var listahátíð barna sett "BAUN" við hátíðlega athöfn í Duus húsum. Þetta var afar skemmtileg stund þar sem elstu börnin úr öllum leikskólum Reykjanesbæjar komu saman og sungu þrjú lög við undirspil Systu frá leikskólanum Holti. Bæjarstjórinn sagði nokkur orð og síðan settum við hátíðina með bæjarstjóranum. Eftir setninguna þá skoðum við sýninguna og fórum síðan til baka í leikskólann í rútu. Við hvetjum alla foreldra til að gera sér ferð í Duus hús og skoða þessa mikilfenglegu sýningu. Einnig er margt skemmtilegt um að vera í bænum okkar sem fjölskyldan getur gert saman eins og sjá má í Baunabréfinu sem allir fóru með heim í vikunni.

© 2016 - Karellen