news

Samræðulestur

10. 11. 2022

Í Skóagarási vinnum við mikið með lestur. Það er lesið fyrir börnin daglega og unnið er með samræðulestur sem er byggður upp á umræðum og skoðanaskiptum við barnið og er kerfisbundin leið til að fá börn til að tala um bækur með það að markmiði að efla málhæfni og auka orðaforða barna. Samræðulestur er frábær aðferð sem gerir lestur skemmtilegan. Börn eru líklegri til að vilja halda áfram að lesa, læra og muna upplýsingar þegar þau upplifa lestur sem skemmtun. Samræðulestur hvetur börn til að vera þátttakendur í lestrarferlinu. Börnum finnst skemmtilegt og þau komast að raun um að hugsanir þeirra, tilfinningar og skoðanir skipta máli. Bókasafnið okkar hefur fengið á sig nýja mynd og lagt er upp með að eiga þar notalega stund. Hér má sjá Viktoríu kennara á Spóa með eitt barn í samræðulestri.

© 2016 - Karellen