news

Saman gegn matarsóun

20. 03. 2023

Síðustu þrjár vikur höfum við í Skógarási gefið matarsóun sérstakan gaum. Skógarás er Grænfána skóli og markmiðið er að nýta sem best allan mat og sporna við matarsóun. Byrjað var á því fyrstu vikuna að vigta allan matarúrgang eftir hverja máltíð í viku 2 þá voru umræður um matarsóun og hvað við gætum gert til að sporna við henni.Skammtastærðir voru skoðaðar og endurmetið hvað setjum við mikið á diskinn okkar, getum við fengið okkur aftur frekar en að setja mikið magn í einu. Í viku 3 þá gerðum við tilraun með minni skammta og fá sér frekar aftur en mikið í einu og niðurstöður þessarar tilraunar voru þær að matarsóun minnkaði til muna á milli vikna.

Sú staðreynd að einum þriðja þess matar sem er framleiddur á heimsvísu er sóað er okkur innblástur til að skoða enn betur hvað við getum gert til að nýta matinn betur, sóa minna og spara á þann hátt.

Þetta er mikilvægt innlegg í umhverfisvinnu með börnum og aðgerðum í loftslagsmálum og mikilvægt skref í uppeldi barna.

© 2016 - Karellen