news

Ræktun og sjálfbærni

12. 06. 2023

Mikilvægt er að undirbúa nemendur í dag fyrir áskoranir framtíðarinnar. Einn af þeim þáttum sem er áskorun til framtíðar er að læra að rækta sjálfur og þannig getum við ýtt undir sjálfbærni í samfélaginu. Í Skógarási leggjum við áherslu á að börn upplifi og fái að prófa ýmsa hluti sem getur verið þeim gott til framtíðar. Skógarás tekur þátt í grænfána verkefni Landverndar og er ræktun er eitt af því sem við viljum kynna fyrir börnum. Við erum svo heppin að eiga í góðum samskiptum við Kadeco sem afhenti okkur gróðurkassa til afnota sem staðsettir eru á Ásbrú og erum við að rækta þar kartöflur og grænmeti.

Það voru glaðir krakkar sem settu niður kartöflur og grænmeti á góum degi í maí og svo er það spennan að sjá hvað kemur upp þegar við mætum aftur eftir sumarleyfi.

Menntun til sjálfbærni eykur færni og hæfni nemenda til að greina stöðu mála í umhverfi sínu og hafa áhrif.

Við eigum aðeins eina jörð. Við þurfum að passa vel upp á jörðina okkar og hvort annað, þá er allt sem við þörfnumst einmitt hér.

© 2016 - Karellen