news

Poppfjör á útisvæði

05. 09. 2022

Sólin leikur við okkur í dag í tilefni þess var ákveðið að bregða aðeins á leik á útisvæði. Foreldrafélag skólans færði skólanum eldstæði að gjöf síðasta vor sem er frábær viðbót við okkar skemmtilega útisvæði. í góða veðrinu í dag var ákveðið að kveikja upp í eldstæðinu og poppa fyrir hópinn við góðar undirtektir barna og starfsmanna. Enn og aftur takk fyrir góða gjöf foreldrafélag Heilsuleikskólans Skógarás.

© 2016 - Karellen