news

Pappírsgerð

15. 11. 2022

Börnum finnst yfirleitt gaman að búa til pappír, þau elska mörg drullumallið sem fylgir pappirsgerðinni. Undrið við að sjá pappír verða til er líka mikið.Í Skógarási er búin til pappír reglulega síðustu vikur hafa börnin fengið að vinna að pappírsgerð sem er partur af grænfána verkefni skólans.Þar sem við erum að endurnýta pappír sem færi annars í ruslið.Hér má sjá myndir af ungum börnum að búa til skál úr endurunnum pappír.Til að móta skálina er gott að nota passlega stærð af skál og pappírinn er látinn þorna á skálinni.Þetta er skemmtilegt verkefni sem fær börnin til að átta sig á að hægt er að endurvinna pappír og skapa nýja hluti.Einnig getum við tengt þessa vinnu við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróunn markmið 12.

© 2016 - Karellen