news

Nýtt skólaár

11. 08. 2023

Velkomin aftur í leikskólann eftir dásamlegt sumarleyfi. Við vonum að allir hafi notið sín vel í góðu veðri og góðu atlæti.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá er góð uppskera hjá okkur í Skógarási. Kartöflugrösin eru stór og flott og við hlökkum til að taka upp í haust og borða nýjar kartöflur sem við sjálf höfum ræktað. Við tókum forskot á sæluna og náðum í grænkál og spínat sem bragðast afar vel og mikil tilhlökkun í börnunum að borða afraksturinn.

Við hlökkum til komandi skólaárs og erum með það sem okkar aðal markmið að stuðla að vellíðan barna og árangri þeirra í námi í góðu samstarfi við ykkur foreldrana með hag barnanna að leiðarljósi.

Við vitum að það bíður okkar yndislegt skólaár fullt af gleði og lærdóm.© 2016 - Karellen