news

Málörvun í gegnum öpp

03. 11. 2023

Tveir kennarar í Skógarási hafa verið að vinna að vefsíðu þar sem bent er á öpp og verkefni til að vinna með ungum börnum og örvar málþroska þeirra. Einnig er hægt að finna á vefsíðunni kennslumyndbönd hvernig nota á þessi öpp. Þetta er áhugaverð síða þar sem foreldrar geta fundið á þægilegan hátt góðar leiðir til að ýta undir málþroska barna sinna. Við hvetjum ykkur til að skoða þennan vef og nýta ykkur en við leggjum áherslu á að mikilvægt er að foreldri sé með barninu og eigi þannig góða og gefandi samverustund. Hér má finna vefsíðuna Málörvun í gegnum öpp

© 2016 - Karellen