news

Leikskólakennaranemar

13. 04. 2023

Við í Skógarási erum svo heppin að hafa nokkra starfsmenn sem eru í námi til leikskólakennara. Við leggjum mikið uppúr fagmennsku og leggjum okkur fram til að starfsfólkið okkar geti sótt sér menntun sem nýtist í starfi. Í vetur hafa tveir af þessum nemum verið í vettvangsnámi hjá okkur í kúrs sem heitir "Fræði og starf á vettvangi" þær hafa unnið vel að sínum verkefnum og voru að kynna þau fyrir öðrum nemum í Háksóla Íslands. Verkefnin voru annars vegar innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í daglegt starf skólans sem Íris Dögg á Kríu hefur verið að vinna að í vetur.

og hins vegar Samskipti og samstarf með foreldrum barna af erlendum uppruna sem Camilla Lilly á Lóu hefur verið að vinna í vetur.

Við óskum þeim til hamingju með vel unnin verkefni og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með þeim sem leikskólakennurum.

© 2016 - Karellen