news

ÍSAT verkefnið - Börn með íslensku sem annað tungumál

30. 06. 2021

Eins og þið vitið búum við í fjölmenningarsamfélagi og sést það vel í þeim fjölbreytta barnahóps leikskólans. Rúmlega 30% barnanna er af erlendu bergi brotin og hafa því annað móðurmál en íslensku. ÍSAT verkefnið heldur utan um þennan hóp þar sem að þessi börn fá auka íslenskukennslu og hefur hún Emma okkar verið að sinna því þennann veturinn. Hún hefur verið að taka þau í litlum hópum og einstaklingskennslu.

Nú í lok skólaársins tók Emma verkefnin þeirra saman og börnin fengu að gera bók til að taka með heim. Þetta er ég búin að læra í vetur. Eitt verkefnið var að teikna eitthvað sem þeim finnst vera skemmtilegt. Svo áttu þau að segja hvað væri gaman að gera í leikskólanum. ,,Í leikskólanum er gaman að…” var upphafs setningin. Sumir voru nýbúnir að hlusta á nokkur ljóð og skrifuðu þau því í enda bókarinnar. Einnig gerðu þau handafarið sitt svo þau myndu minna sig á hvaða fingur væri hvaða. Stundum teiknuðu þau það sem þau höfðu áhuga á, foreldra eða góðan vin. Svo eru lögin sem þau hafa mest sungið.

© 2016 - Karellen