news

Í rigningu ég syng

31. 08. 2022

Sérfræðingar hafa bent á að í mörgum löndum hafi útivera barna minnkað mikið, nánast horfið eins og dögg fyrir sólu.

Í íslenskum leikskólum er löng hefð fyrir mikilli útiveru og í þá hefð er brýnt að halda, því rannsóknir sýna að útivera hefur jákvæð áhrif á þroska heilans. Jafnframt því verða börn líklegri til að bera virðingu fyrir náttúrunni og umheiminum ef þau læra um náttúruna - í náttúrunni.

Einnig hefur verið sýnt fram á að útinám hentar börnum vel sem eiga erfitt með úthald og einbeitingu því þá fær skapandi kraftur þeirra að njóta sín betur.

Við fögnum því útiverunni og leikum af lífsins list! Svo er nú ekki verra að komast í vatnsleiki úti við. Því þar sem er vatn, þar er líf og fjör, Rigningunni var heldur betur fagnað af unga fólkinu í Skógarási í dag.

© 2016 - Karellen